Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þrír bílar fuku af vegum í Öræfum

07.07.2022 - 18:37
Mynd með færslu
 Mynd: Ómar Ragnarsson - RÚV
Þrír bílar fuku út af vegum í Öræfum í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir hluta landsins í dag.

Mikið óveður hefur verið á Suðausturlandi í dag. Hluta af þjóðvegi 1, á milli Freysness og Reynivalla hefur verið lokað. 

Tveir húsbílar og einn fólksbíll með hjólhýsi fuku út af veginum í Öræfum. Annar húsbíllinn fór út af veginum við Kvíá og fólksbíllinn fauk um koll á saman stað nokkru síðar. 

Minni háttar meiðsl urðu á fólki. Að sögn Gunnars Sigurjónssonar hjá björgunarsveitinni Kára í Öræfum sluppu farþegar mjög vel miðað við aðstæður.