Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Johnson rekur Michael Gove

06.07.2022 - 21:23
epa08687782 Britain's Chancellor of the Duchy of Lancaster Michael Gove arrives at a cabinet meeting at Downing Street in London, Britain, 22 September 2020. Due to rising cases of coronavirus all pubs, bars, restaurants and other hospitality venues in England must have a 22:00 closing time from 24 September 2020. Further coronavirus restrictions and measures will be set out by the prime minister in the House of Commons on 22 September 2020.  EPA-EFE/NEIL HALL
Michael Gove. Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur rekið Michael Gove, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn hans. Gove var einn af fyrstu ráðherrunum sem fór fram á að Johnson segði af sér.

Gove hefur verið Íhaldsflokknum mikilvægur nokkra hríð. Hann var skipaður menntamálaráðherra 2010 og hefur auk þess gegnt embættum þingflokksformanns, dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra.

Hann var einnig náinn samstarfsmaður Johnsons í Brexit-kosningabaráttunni þar sem hann hvatti breska kjósendur til að kjósa með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV