Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Björgunarsveitir kallaðar út í Hvalfirði

06.07.2022 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd: Friðrik Friðriksson - RÚV
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir fjögur til að aðstoða konu sem hafði verið á göngu en slasast á fæti.

Konan hafði hrasað og gat ekki gengið niður gönguleiðina að sjálfsdáðum, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Björgunarsveitir voru því kallaðar út til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að koma konunni niður. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin miðað við aðstæður, þar sem skýjað er og mikill vindur. Ekki er vitað um líðan konunnar að svo stöddu.

Fréttin verður uppfærð.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV