Mynd: AP - RÚV
Þúsundir minntust fórnarlamba skotárásar í Kaupmannhöfn
Þúsundir komu saman við Field's verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í dag, til þess að minnast fórnarlamba skotárásar sem varð þar á sunnudag.
Í árásinni létust þrír, sautján ára drengur, sautján ára stúlka og fjörutíu og fimm ára karlmaður. Fjórir aðrir hlutu skotsár en eru úr lífshættu, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins.
- Sjá einnig: Morðin í Field's í Kaupmannahöfn
Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
„Þjáning ykkar er óbærileg“
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vottaði aðstandendum samúð á minningarathöfninni í dag. Metta sagði ekkert geta bætt þeim missinn og sagði þjáningu þeirra óbærilega. Hún bætti svo við að fórnarlömbin og aðstandendur þeirra væru ekki ein í sorginni, öll danska þjóðin syrgði með þeim.
Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Auk forsætisráðherrans voru fjöldi háttsettra embættismanna viðstaddir athöfnina, þar á meðal Friðrik krónprins og Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn.
Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
05.07.2022 - 21:10