Þúsundir minntust fórnarlamba skotárásar í Kaupmannhöfn

People comfort each other as they gather to remember victims at the entrance of the Field's shopping center in Copenhagen, Denmark, Tuesday, July 5, 2022. Police say a gunman who killed three people when he opened fire in a crowded shopping mall acted alone and apparently selected his victims at random. They all but ruled out that Sunday's attack was related to terrorism. Authorities on Monday filed preliminary charges of murder and attempted murder against a 22-year-old Danish man. (AP Photo/Sergei Grits)
 Mynd: AP - RÚV
Þúsundir komu saman við Field's verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í dag, til þess að minnast fórnarlamba skotárásar sem varð þar á sunnudag.

Í árásinni létust þrír, sautján ára drengur, sautján ára stúlka og fjörutíu og fimm ára karlmaður. Fjórir aðrir hlutu skotsár en eru úr lífshættu, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins.

epa10053906 Danish Prime Minister Mette Frederiksen speaks during a memorial service in front of the shopping center Field's in Copenhagen, Denmark, 05 July 2022. Three people were shot dead in an attack in the shopping center on 03 July 2022.  EPA-EFE/Philip Davali DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

„Þjáning ykkar er óbærileg“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vottaði aðstandendum samúð á minningarathöfninni í dag. Metta sagði ekkert geta bætt þeim missinn og sagði þjáningu þeirra óbærilega. Hún bætti svo við að fórnarlömbin og aðstandendur þeirra væru ekki ein í sorginni, öll danska þjóðin syrgði með þeim.

epa10053937 People attend a memorial service in front of the shopping center Field's in Copenhagen, Denmark, 05 July 2022. Three people were shot dead in an attack in the shopping center on 03 July 2022.  EPA-EFE/Emil Helms DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Auk forsætisráðherrans voru fjöldi háttsettra embættismanna viðstaddir athöfnina, þar á meðal Friðrik krónprins og Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn.

epa10053753 People places flowers in front of the shopping center Field's, two days after the deadly shooting, Copenhagen, Denmark, 05 July 2022. An armed man killed 3 people and injured 4 others at a shopping mall in Copenhagen on 03 July afternoon. The suspect shooter has been detained.  EPA-EFE/Emil Helms  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
05.07.2022 - 21:10