Hilmar Örn sem er 26 ára er Íslandsmethafinn í sleggjukasti og margfaldur Íslandsmeistari. Hann rétt missti af sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, en er nú á leið á sitt annað heimsmeistaramót, því hann keppti líka á HM í London 2017.
„Ég er í fínu formi og góður dagur hjá mér skilar mér alveg örugglega ágætis árangri á þessu móti. Þannig ég er bara ósköp rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Hilmar Örn eþgar hann ræddi við RÚV í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Hilmar æfir og keppir með FH og þjálfar einnig hjá félaginu. Hann var einmitt að þjálfa efnilega kringlukastara þegar RÚV bar að garði í dag.