Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Minnst sex látnir í skotárás í úthverfi Chicago

04.07.2022 - 18:32
Mynd: AP / RúV
Minnst sex eru látnir eftir skorárás í skrúðgöngu í úthverfi Chicago rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Árásin átti sér stað í Highland Park þar sem þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna var fagnað. Yfir þrjátíu eru særðir eftir árásina.

Mikill viðbúnaður er á svæðinu en árásarmaðurinn gengur enn laus, líklega vopnaður. Hann er talinn vera á aldrinum 18-20 ára og bendir flest til þess hann hafi verið einn að verki. Lögregla hefur lagt hald á eitt skotvopn sem fannst á vettvangi.

Rúmlega tíu mínútum eftir að skrúðgangan hófst barst lögreglu tilkynning um skothvelli á svæðinu. Fólki á þessum slóðum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna árásarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV
Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir