Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju

epa10038584 A handout photo made available by the press service of the Russian Foreign Affairs Ministry shows Russian Foreign Minister Sergei Lavrov (R) speaking during the Caspian states Foreign Ministers meeting in Ashgabat, Turkmenistan, 28 June 2022. The Caspian states foreign ministers meeting is held ahead of the Sixth Caspian Summit which will be held in Ashgabat on 29 June 2022.  EPA-EFE/RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY / HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem meðal annars var leyniþjónustumaður á tímum kalda stríðsins, segir iðnaðarnjósnir verða helsta verkefni utanríkisleyniþjónustunnar á næstu árum.

Forsetinn lét þessi orð falla þegar hann heimsótti aðalstöðvar leyniþjónustunnar SVR í liðinni viku. Hann sagði störf njósnara einhver þau mikilvægustu sem fyrirfinndust en hann starfaði sjálfur fyrir KGB á níunda áratug síðustu aldar með aðsetur í Austur-Þýskalandi. 

Sprengjuárás á rússneska borg

Sprengjuárásir voru gerðar á rússnesku borgina Belgorod í nótt. Ellefu fjölbýlishús og tæplega fjörutíu einbýlishús skemmdust eða eyðilögðust en borgin stendur nærri landamærunum að Úkraínu.

Vyacheslav Gladkov borgarstjóri greindi frá árásunum á samskiptamiðlinum Telegram og sagði fjóra hafa farist og þrjá særst. Gladkov segir að rannsókn standi yfir en hann telur að loftvarnarkerfi borgarinnar hafi gert sitt gagn.

Rússneski ríkismiðillinn RIA Novosti hefur eftir Gladkov að Úkraínumenn standi að baki árásunum en þau orð hafa ekki fengist staðfest með öðrum heimildum.