Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.
Fjöldi gistinótta tæplega þrefaldast milli ára
03.07.2022 - 07:20
Efnahagsmál · Innlent · Atvinnulíf · Ferðaþjónusta · Erlendir ferðamenn · ferðamenn · gistihús · Gistinætur · Hagstofan · Hagtölur · Tölfræði · Viðskipti · Neytendamál
Gistinætur á íslenskum gististöðum voru tæplega þrefalt fleiri í maí en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn talsvert í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
Þessar upplýsingar byggja á bráðabirgðatölum sem birtast á vef Hagstofunnar þar sem segir að áætlað sé að gistinætur á skráðum gististöðum í maí hafi verið tæplega 558 þúsund talsins.
Þar af voru gistinætur Íslendinga tæp 120 þúsund eða 21% meðan rekja má 79 af hundraði gistinótta í maí til erlendra ferðamanna. Sama hlutfallstala á við um hótel í landinu en hótelgisting jókst í öllum landshlutum, hlutfallslega mest þó á höfuðborgarsvæðinu.
Framboð hótelherbergja í maí jókst um 52% sama mánuði í fyrra. Herbergjanýting á hótelum var 53,7% og jókst um 28,2 prósentustig frá árinu 2021.