Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Presturinn í Digranes- og Hjallakirkju áfram í leyfi

02.07.2022 - 16:23
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Fallist hefur verið á beiðni sóknarprests í Digranes- og Hjallakirkju, um að leyfi hans frá störfum verði framlengt, en hann hefur verið í leyfi  síðan í desember eftir ásakanir um kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi og einelti. 

Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu vann teymi Þjóðkirkjunnar, sem stuðlar að aðgerðum gegn áreiti og einelti, greinargerð um mál sem tengjast prestinum og var henni skilað skömmu fyrir mánaðamót.

Leyfi prestsins átti að renna út þá, en hann óskaði eftir framlengingu á því til 1. september til þess að geta brugðist við því sem fram kemur í greinargerðinni og var orðið við þeirri beiðni.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir