Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ók í sjóinn í Neskaupstað

02.07.2022 - 12:48
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Erlend kona slapp með skrekkinn í morgun þegar hún ók fram af grjótgarði í Neskaupstað og endaði bíllinn í sjónum. Þetta gerðist við bensínstöð Orkunnar í bænum en hún ætlaði að skilja bílaleigubílinn eftir þar á stæði fyrir slíka bíla.

Konan komst sjálf í land en að sögn sjónarvotta óð hún út í aftur til að sækja dót í bílinn. 

Skipti þá engum togum að bílinn sökk og komst konan naumlega út aftur. Lögregla kom stuttu síðar á staðinn og var  konan flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar.

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir