
Hundruðum flugferða aflýst í Bandaríkjunum
Ástandið var lítið betra í gær þegar tæplega sex hundruð flugferðum var aflýst í Bandaríkjunum og rúmlega þrjú þúsund um allan heim. AFP-fréttaveitan hefur tekið þessar tölur saman af vefnum flightaware.com sem fylgist með flugferðum um víða veröld.
Ekkert verður heldur af fjölda flugferða sem fyrirhugaðar voru á morgun, sunnudag. Meðal skýringa er að flugfélög eigi í basli með að manna flugvélar sínar, einkum skortir flugmenn.
Tölur sýna að um það bil 15 prósent færri starfa hjá félögunum en áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Umsvifin eru orðin um 90% af því sem var fyrir 2020 enda hefur almenningur hefur lagst í ferðalög eftir að sóttvarnartakmörkunum vegna faraldursins var aflétt víða um heim .
Hins vegar hafa borist tíðindi af miklu öngþveiti og miklum töfum á flugvöllum undanfarna daga og vikur. Bandaríkjamenn á faraldsfæti hafa því margir ákveðið að fara heldur akandi ferða sinna innanlands.