Í umfjölluninni segir að Óskarverðlaunaleikkonan Jodie Foster fari með aðalhlutverk ásamt nýstirninu Kali Reis. Þær leika lögreglumenn sem ætlað er að rannsaka dularfullt hvarf sex manna frá norðurskautsrannsóknarstöð.
Þáttaröðin nýja hefur hlotið heitið True Detective: Night Country en ekki liggur fyrir hvenær hún verður frumsýnd né heldur ástæður þess að López valdi Ísland sem tökustað.
Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2014 og skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Þættirnir vöktu mikla athygli og umfjöllun á sínum tíma ásamt því sem skapara þeirra Nic Pizzolatto var hampað mjög.
Hann verður einn aðalframleiðenda nýju raðarinnar ásamt leikstjóranum Cary Fukunaga, framleiðandanum Barry Jenkins og þeim Foster, Harrelson og McConaughey.