Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Samkynja hjónabönd lögleidd í Sviss

01.07.2022 - 22:17
epa07599240 A Lesbian couple arrive to attend a Mass wedding ceremony for Same-sex marriage in Taipei, Taiwan, 25 May 2019. Taiwan became the first Asian country to legalize same-sex marriage on 24 May 2019.  EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO
 Mynd: epa
Fyrstu samkynja pörin giftu sig í Sviss í dag þegar hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni urðu lögleg.

Hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni urðu lögleg í Sviss í dag eftir að 64,1 prósent kjósenda studdu breytingartillögu á hjúskaparlögum í þjóðaratkvæðagreiðslu í september. Sviss er eitt af síðustu ríkjunum í vestur-evrópu til að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra. Holland var fyrsta ríkið til að breyta hjúskaparlögum svo einstaklingar af sama kyni gætu gengið í hjónaband. Á Íslandi voru hjónabönd samkynhneigðra lögleidd árið 2010.

Áður gátu einstaklingar af sama kyni skráð sig í óvígða sambúð, en í morgun gengu fyrstu samkynja pörin í hjónaband og öðluðust þá sömu réttindi og hjón af gagnstæðu kyni. Sviss er þrítugasta ríkið til að veita samkynja pörum sömu réttindi og pörum.