Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjórtán létust í loftárás á íbúðablokk í Odessa

01.07.2022 - 00:50
People watch as smoke rises in the air after shelling in Odesa, Ukraine, Sunday, April 3, 2022. (AP Photo/Petros Giannakouris)
Svartan reykjarmökk leggur til himins eftir að rússneskt flugskeyti hæfði skotmark sitt í Odessaborg við Svartahafið. Rússa og Úkraínumenn greinir á um, hvað olli því að mikil sprenging varð um borð í rússnesku herskipi sem var á siglingu um Svartahafið, ekki fjarrri Odessa, 13. apríl 2022. Mynd: AP
Minnst fjórtán létust þegar sprengjum var varpað á íbúðablokk í hafnarborginni Odessa í sunnanverðri Úkraínu í gær.

Þetta hefur AFP fréttaveitan eftir yfirvöldum þar í landi.

Sergei Bratchuk, talsmaður úkraínskra hernaðaryfirvalda, sagði að eldflaugum hefði verið varpað úr flugvél yfir Svarta hafi.

Fjölda fólks bjargað úr húsarústunum

Húsið sem sprakk var níu hæða íbúðarhús í Bilgorod-Dnistrovsky hverfi borgarinnar. Það er að sögn Bratchuk gjörónýtt. Þrjátíu manns slösuðust í árásinni og fjölda fólks var bjargað úr rústum hússins í nótt. Meðal hinna slösuðu eru þrjú börn.

Borgin er talin hernaðarlega mikilvæg Rússum og hafa íbúar borgarinnar þurft að þola ítrekaðar árásir á borgina.

Fréttin var uppfærð kl. 04:00