Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Eldur í bíl við leikskóla í Breiðholti

30.06.2022 - 07:06
Mynd með færslu
 Mynd: Slökkviliðið höfuðborgarsv?
Eldur kom upp í bíl við leikskóla í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn á fyrsta tímanum í nótt. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði í bílnum. Engar skemmdir urðu á öðrum bílum. 

Slökkviliðið fór í fjögur útköll í nótt. Þar á meðal var tilkynnt um eld í Elliðaárdalnum og um minniháttar eld sem kviknaði út frá eldamennsku. 

Sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu fóru 112 flutninga. Af þeim voru 26 forgangsflutningar og 5 covid-flutningar. 

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV