Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eitt smit af apabólu greindist í gær

29.06.2022 - 14:42
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Í gær var fullorðinn maður greindur með apabólu á Íslandi. Apabóla er smitsjúkdómur sem finnst í mörgum löndum. Núna hafa 4 manneskjur verið greindar með apabólu á Íslandi.

Ekki mjög veikur

Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Hann fylgist með smitsjúkdómum á Íslandi. Þórólfur segir að maðurinn sé ekki með mikil einkenni. Það þýðir að maðurinn sé ekki mjög veikur. Hitt fólkið sem hefur verið greint með apabólu á Íslandi varð heldur ekki mjög veikt.

Þórólfur hefur áhyggjur

Þórólfur Guðnason hefur samt áhyggjur af þessu smiti. Hann segir að líklega hafi maðurinn smitast af apabólu á Íslandi. Það er ekki gott ef margt fólk smitast af apabólu á Íslandi. Þá verður erfiðara að stöðva sjúkdóminn. 

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur