Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Allt að 17 stiga hiti í dag

28.06.2022 - 07:03
Innlent · Sumar · veður · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: commons.wikimedia.org
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Norðlæg eða breytileg átt verður í dag og á morgun.

Það verður skýjað víða og sums staðar væta, en lengst af þurrt um landið vestanvert. Einhverjar sólarglennur og jafnvel verður nokkuð bjart á Suðurlandi, sérstaklega á morgun. 

Hitinn verður hæstur á Vesturlandi í dag, allt að 17 gráður, en heitast verður sunnanlands á morgun. Gera má ráð fyrir að hitinn gæti náð upp undir 20 stig þar sem best lætur. 

Það hlýnar líka fyrir norðan og austan, en þó ekki eins mikið og verða íbúar þar að sætta sig við 8 til 15 stig. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV