Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

46 lík fundust í aftanívagni flutningabíls í Texas

28.06.2022 - 03:10
Body bags lie at the scene where a tractor trailer with multiple dead bodies was discovered, Monday, June 27, 2022, in San Antonio. (AP Photo/Eric Gay)
 Mynd: AP
Borgaryfirvöld í San Antonio í Texas greindi frá því á mánudagskvöld að 46 lík hefðu fundist í aftanívagni flutningabíls í borginni. Borgarfulltrúinn Adriana Rocha Garcia sagðist á fréttafundi hafa verið upplýst um þetta af lögreglu. Sextán til viðbótar voru innilokuð í flutningarými trukksins og var þeim komið undir læknis hendur á sjúkrahúsum í borginni. Talið er að fólkið hafi verið ólöglegir innflytjendur.

Flutningabíllinn fannst þar sem hann hafði verið skilinn eftir í kanti fáfarins vegar í útjaðri San Antonioborgar. Miklir hitar hafa geisað í Texas síðustu daga og á mánudag fór hitinn í San Antonio yfir 37 gráður. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV