Í dag verður norðaustan kaldi og fremur svalt. Það verður rigning með köflum um norðan- og austanvert landið en skúraveður suðvestanlands, einkum síðdegis.
Á morgun verður austlæg eða breytileg átt, 3-8 metrar, og skúrir á víð og dreif. Norðaustan 8-13 með rigningu suðaustan til. Hiti yfirleitt 10-16 stig.
Útlit er fyrir fremur hæga norðanátt á miðvikudag, dálitla vætu austanlands og líklega þokuloft við norðurströndina. Það verður bjart með köflum á suðvestanverðu landinu en þar má búast við stöku síðdegisskúrum. Hiti 8-18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.