Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fyrsta andlát vegna hvirfilbyls í Hollandi í 30 ár

27.06.2022 - 15:50
Erlent · Holland · Evrópa · Veður
epa10036815 Emergency services personnel stand near a building damaged by a tornado in Zierikzee, Netherlands, 27 June 2022. According to Zeeland province authorities, one person was killed and ten others injured after a tornado hit Zierikzee on 27 June. The tornado also caused material damage to roof tiles of several buildings and trees in the area affected.  EPA-EFE/JEFFREY GROENEWEG
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Í það minnsta einn lést og tíu slösuðust þegar hvirfilbylur gekk yfir hollensku hafnarborgina Zierikzee í dag.

Almannavarnir á svæðinu vinna enn að því að ná utan um atburðina og meta tjónið, en meðal tjóns má nefna að þak fór af kirkju í heilu lagi, og fljúgandi trampólín ollu nokkru tjóni. Talið er að um tuttugu hús séu óíbúðarhæf vegna tjóns.

Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir í Hollandi, en síðast lést einstaklingur vegna þessa fyrir þrjátíu árum, árið 1992.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV