Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vilja að G7 ríkin leggi Úkraínu til fleiri vopn

26.06.2022 - 10:16
epa10034677 A rescue worker carries a suitcase as a man walks with plastic bags at a site following Russian airstrikes in the Shevchenkivskiy district of Kyiv (Kiev), Ukraine, 26 June 2022. Multiple airstrikes hit the center of Kyiv in the morning. Russian troops on 24 February entered Ukrainian territory, starting the conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Úkraínu vilja að leiðtogar G7 ríkjanna leggi Úkraínu til fleiri vopn og leggi harðari refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, skrifar á Twitter að G7 ríkin verði að bregðast við sprengjuárásinni á íbúðahverfi nærri miðborg Kænugarðs í nótt með frekari refsiaðgerðum og meira af þungavopnum. Vinna þurfi sigur á sjúkri heimsvaldastefnu Rússa. 
 

Sprengingarnar í Kænugarði urðu um klukkan hálfsjö í morgun að staðartíma, hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma, um hálftíma eftir að loftvarnasírenur borgarinnar glumdu. Þykkan reyk lagði til himins frá hverfinu, þar sem lögregla lokaði stóru svæði, samkvæmt frétt AFP. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Nýverið sendu Bandaríkjamenn nýtt og fullkomið eldflaugavarnakerfi til Úkraínu og leiðtogar G7-ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í München í Þýskalandi í dag, þar sem Úkraínustríðið og afleiðingar þess verða í brennidepli. 
 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV