
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, undirritaði í gær lög sem lúta að þessum markmiðum. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu.
Farið með konur eins og annars flokks borgara
„Þetta hefði aldrei nokkurn tímann gerst, ef það væru karlarnir sem verða þungaðir, og það vitum við öll mætavel,“ sagði Newsom um úrskurð hæstaréttar í gær. „Það er farið með konur eins og annars flokks borgara í þessu landi. [...] Konur eru ekki jafn frjálsar og karlar. Og það er sjúkt,“ sagði ríkisstjórinn.
Lögunum sem innleidd voru í Kaliforníu í gær er ætlað að tryggja að aðilar utan ríkisins geti ekki dregið Kaliforníubúa sem framkvæma, aðstoða við eða undirgangast þungunarrof fyrir rétt. Þá er lögunum líka ætlað að vernda þær konur, sem koma til Kaliforníu frá öðrum ríkjum til að rjúfa meðgöngu.
Þá hafa stjórnvöld í Kaliforníu ákveðið að verja 152 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 20 milljarða króna, til að greiða leið kvenna að þungunarrofi.