Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs

California Gov. Gavin Newsom displays a bill he just signed that shields abortion providers and volunteers in California from civil judgements from out-of-state courts during a news conference in Sacramento, Calif., Friday, June 24, 2022. Newsom, , angrily denounced the Supreme Court decision overturn Roe v. Wade. (AP Photo/Rich Pedroncelli)
Gary Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir nýja löggjöf til verndar þeim sem undirgangast þungunarrof í ríkinu, framkvæma það eða aðstoða við það. Mynd: AP
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, undirritaði í gær lög sem lúta að þessum markmiðum.  Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu.

Farið með konur eins og annars flokks borgara

„Þetta hefði aldrei nokkurn tímann gerst, ef það væru karlarnir sem verða þungaðir, og það vitum við öll mætavel,“ sagði Newsom um úrskurð hæstaréttar í gær. „Það er farið með konur eins og annars flokks borgara í þessu landi. [...] Konur eru ekki jafn frjálsar og karlar. Og það er sjúkt,“ sagði ríkisstjórinn.

Lögunum sem innleidd voru í Kaliforníu í gær er ætlað að tryggja að aðilar utan ríkisins geti ekki dregið Kaliforníubúa sem framkvæma, aðstoða við eða undirgangast þungunarrof fyrir rétt. Þá er lögunum líka ætlað að vernda þær konur, sem koma til Kaliforníu frá öðrum ríkjum til að rjúfa meðgöngu. 

 

Þá hafa stjórnvöld í Kaliforníu ákveðið að verja 152 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 20 milljarða króna, til að greiða leið kvenna að þungunarrofi.