Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Milljónir glatað frelsinu til að stjórna eigin líkama

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Kastljósi
 Mynd: Fréttir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, birti fyrir stundu færslu á Twitter þar sem hann bregst við úrskrurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að fella úr gildi réttindi kvenna til þungunarrofs.

Guðni segir að milljónir hafi í dag glatað frelsinu til þess að stjórna eigin líkama og framtíð. Hann segir úrskurðinn alvarlegt bakslag þegar kemur að heilsu barnshafandi kvenna og almennum mannréttindum í Bandaríkjunum. 

Guðni segist taka undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem tísti fyrr í dag um að mikilvægt væri að víkka út réttindi kvenna í stað þess að þrengja að þeim, líkt og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði gert með ákvörðun sinni.

Katrín segist vera afar vonsvikin og að þessi ákvörðun Hæstaréttar nísti beint í hjartastað.