Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Mannskæður eldsvoði í fjölbýli í Buenos Aires

24.06.2022 - 02:22
Firefighters work at a burned apartment building in Buenos Aires, Argentina, Thursday, June 23, 2022. A fire spread over two floors of the residential building early morning, killing five people from the same family and injuring more than 20, according to Buenos Aires Public Emergency Medical Services (SAME). (AP Photo/Victor R. Caivano)
 Mynd: AP
Tvær konur og þrjú börn, öll úr sömu fjölskyldu, létu lífið í eldsvoða í fjórtán hæða fjölbýlishúsi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. 35 til viðbótar voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt tilkynningu slökkviliðs. Eldurinn kviknaði snemma morguns á sjöundu hæð blokkarinnar og teygði sig fljótlega upp á þá áttundu, að sögn Pablos Giardina, varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Í frétt AFP segir að konunum tveimur og börnunum þremur hafi verið bjargað lífs úr eldinum en þau látist á leiðinni á sjúkrahúsið, af reykeitrun og brunasárum.

Á meðal þeirra 35 sem flutt voru á sjúkrahús eru nokkrir lögreglu- og slökkviliðsmenn, samkvæmt heimildum AFP. Haft er eftir saksóknaranum Sebastian Fedullo, sem fer fyrir rannsókn yfirvalda á brunanum, er ekkert bendi til annars en að eldurinn hafi kviknað fyrir slysni.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV