Sex fórust í þyrluslysi í Vestur-Virginíu

23.06.2022 - 03:02
Mynd með færslu
Þyrla af gerðinni Bell UH-1, svipuð þeirri sem fórst í Vestur-Virginíu Mynd: Airwolfhound - Wikipedia
Sex manns fórust þegar þyrla hrapaði í sunnanverðri Vestur Virginíu í Bandaríkjunum á miðvikudag. Greint er frá þessu í fjölmiðlum vestra. Haft er eftir Sonyu Porter, starfandi framkvæmdastjóra almannavarna í Logan-sýslu, þar sem þyrlan hrapaði, að sex hafi verið um borð og enginn komist lífs af.

Þyrlan, sem var af gerðinni Bell UH-1B, hrapaði um klukkan sautján síðdegis að staðartíma. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir er rannsókn er hafin. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV