
Mögulegt að Rússar skrúfi fyrir gas til Evrópu í haust
Hafa þegar minnkað gasinnflutninginn um helming
Evrópuríki treysta mismikið á rússneskt gas en í heildina sóttu þau um 40 prósent af öllu jarðgasi til Rússlands fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Á síðustu fjórum mánuðum hefur þeim tekist að helminga þetta og flytja nú um 20 prósent af gasinu inn frá Rússlandi.
Í frétt BBC kemur fram að nokkrum Evrópuríkjum hafi borist umtalsvert minna af rússnesku jarðgasi á síðustu vikum en reiknað var með. Talsmenn rússnesku gasfyrirtækjanna segja þetta ekki með vilja gert heldur stafa af tæknilegum vandamálum.
Rússar að styrkja stöðu sína
Birol telur þetta hins vegar með ráðum gert. Stopulli afhending nú torveldi Evrópuríkjum að fylla gasbirgðastöðvar sínar og styrkir samningsstöðu Rússa fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka að Rússar haldi áfram að tína til hin ýmsu og ólíku vandamál hér og þar og halda áfram að finna afsakanir fyrir því að draga enn úr gasflutningi til Evrópu og jafnvel skrúfa alveg fyrir hann,“ sagði forstjórinn í viðtali við BBC.