Lögreglan oftar látin vita af vopnum

23.06.2022 - 11:32
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Það gerist oftar núna en áður að lögregla sé látin vita að einhver sé með vopn. Það er oftast af því að einhver er með hníf. En það gerist líka oftar núna en áður að einhver sé með byssu.

Maður var handtekinn í gær

Í gær var maður handtekinn í Hafnarfirði eftir að hann skaut úr byssu á tvo bíla. Í öðrum bílnum voru maður og lítill strákur. Þeir meiddust ekki. Maðurinn sem skaut á bílana kom sjálfur út úr húsinu. Hann var handtekinn. Núna er hann á stofnun. Stofnun er staður þar sem fólk fær þá hjálp eða gæslu sem það þarf.

Oftar látið vita um vopn

Runólfur Þórhallsson er yfirlögregluþjónn. Hann segir að lögreglan fái fleiri tilkynningar um vopn núna en áður. Tilkynning er að láta vita af einhverju. Lögreglan skráir alltaf hjá sér þegar hún fær tilkynningu um vopn. Þess vegna er greinilega hægt að sjá að lögreglan er oftar látin vita af vopnum en áður.

Styttra á milli tilkynninga

Runólfur segir að lögreglan sé oftast látin vita af hnífum. En hún er líka oftar látin vita af byssum. Runólfur segir að það líði styttri tími milli þess að lögregla sé látin vita af byssum en áður. Þessum tilkynningum hefur fjölgað á hverju ári frá árinu 2016. 

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur