Jarðskjálfti varð í Langjökli klukkan rúmlega tíu í kvöld. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,6 að stærð. Fjöldi tilkynninga hefur borist um að skjálftinn hafi fundist á öllu Vesturlandi, norður í Húnavatnshrepp, á höfuðborgarsvæðinu og allt suður í Rangárþing eystra.