Jarðskjálfti 4,6 að stærð í Langjökli

23.06.2022 - 22:21
Lónstæði við jaðar Langjökuls skammt sunnan Eiríksjökuls séð frá suðvestri. Ummerki um fyrra vatnsborð á jöklinum eru greinileg. (Ljósmynd: Veðurstofan/Oddur Sigurðsson)
 Mynd: Oddur Sigurðsson - Veðurstofan
Jarðskjálfti varð í Langjökli klukkan rúmlega tíu í kvöld. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,6 að stærð. Fjöldi tilkynninga hefur borist um að skjálftinn hafi fundist á öllu Vesturlandi, norður í Húnavatnshrepp, á höfuðborgarsvæðinu og allt suður í Rangárþing eystra.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar varð skjálftinn um 11 kílómetra norður af Hagajökli klukkan tólf mínútur yfir tíu.  Að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvársérfræðings, var engin skjálftavirkni á svæðinu áður en að skjálftinn varð. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið, sá stærsti 2,9 að stærð. 

Síðast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir