Sundið hans Antons í undanúrslitunum

Mynd: Simone Castrovillari / Simone Castrovillari/SSÍ

Sundið hans Antons í undanúrslitunum

22.06.2022 - 19:57
Anton Sveinn McKee keppti í undanúrslitum í 200m bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50m laug sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Anton Sveinn tvíbætti íslandsmet sitt í dag, fyrst í undanrásunum og svo í undanúrslitasundinu þar sem hann varð með annan hraðasta tímann. Hann mun því keppa á braut fimm í úrslitasundinu sem hefst kl.17:28. Fyrir þá sem misstu af sundinu þá er það hér.