Anton Sveinn McKee keppti í undanúrslitum í 200m bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50m laug sem fram fer í Búdapest þessa dagana.
Anton Sveinn tvíbætti íslandsmet sitt í dag, fyrst í undanrásunum og svo í undanúrslitasundinu þar sem hann varð með annan hraðasta tímann. Hann mun því keppa á braut fimm í úrslitasundinu sem hefst kl.17:28.
Fyrir þá sem misstu af sundinu þá er það hér.