Skotið á bíl í Hafnarfirði

22.06.2022 - 10:44
Mynd með færslu
 Mynd: Þóra Arnórsdóttir - RÚV
Það var skotið á bíl við götuna Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan er komin á staðinn. Þar eru margir lögreglubílar og líka 2 sjúkrabílar. Sérsveitin er líka komin. Sérsveitar-menn eru lögreglumenn sem eru sérstaklega þjálfaðir til að nota vopn.

Lögreglan heldur að sá sem skaut á bílinn sé inni í íbúð í húsi við götuna. Húsið er á bak við búðina Nettó. Lögreglan er að tala við þann sem skaut í síma. Það þykir ekki öruggt að vera á þessu svæði. Það er búið að loka svæðinu. Lögreglan passar að enginn fari of nálægt.

Leikskólinn Víðivellir er þarna rétt hjá. Það er búið að loka honum út af skot-árásinni. Foreldrar barna á leikskólanum voru beðnir um að koma ekki með börnin sín í leikskólann. Sum börnin voru komin á leikskólann þegar skotið var á bílinn. Þau eru örugg á leikskólanum. 

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur