Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stefna áfram að lokun þýskra kolavera

20.06.2022 - 15:00
epa09680958 A general view on the coal-fired large-scale power plant Mannheim AG (GKM) in Mannheim, Germany, 12 January 2022. The German Federal Ministry for Climate Protection, Environment and Energy (BMU) is calling for immediate climate protection measures. One key point is the reform of the Renewable Energy Sources Act. To ensure that significantly more electricity is generated from wind and solar energy in the future, it is planned to increase the corresponding tender volumes. In addition, it is necessary to reconcile the expansion of wind power with the protection of species. According to the ministry, the targets set by the previous black-red-led government for this year will be missed by a wide margin, and next year will also be difficult.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Kolaorkuver í Mannheim í Þýskalandi. Öfugt við áströlsk stjórnvöld leggja þýsk stjórnvöld áherslu á að fækka kolaorkuverum eins hratt og auðið er og stefna að því að rafmagnsframleiðsla með kolum heyri sögunni til ekki seinna en 2038 Mynd: epa
Þýskalandsstjórn stefnir enn að því að loka öllum kolabrennsluverum landsins fyrir árið 2030, þrátt fyrir hækkandi orkuverð og minnkandi framboð vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta staðfesti talsmaður efnahagsmálaráðuneytis Þýskalands á blaðamannafundi.

Þjóðverjar ætla enn að loka öllum kolabrennsluverum sínum, eins og stjórnvöld hafa samþykkt, til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Stephan Gabriel Haufe, talsmaður efnahagsmálaráðuneytisins, sagði á fréttamannafundi að ekki hefði komið til tals að endurskoða þetta markmið heldur væri það mikilvægara en nokkru sinni fyrr.

Ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Frjálsra demókrata og Græningja samþykkti í stjórnarsáttmála eftir kosningar síðasta árs að flýta lokun kolavera. Áður var stefnt að lokun þeirra árið 2038 en nú árið 2030.

Orkuverð hefur hækkað mjög um allan heim frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Um 55 prósent þess jarðgass sem Þjóðverjar fluttu inn fyrir innrásina komu frá Rússlandi. Nú er hlutfallið 35 prósent.

Þá hafa Þjóðverjar hætt við að taka Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi í notkun og rússneska gasfyrirtækið Gazprom hefur skorið á gasflutninga til allnokkurra Evrópuríkja.

Vegna þessa samþykkti ríkisstjórnin í síðustu viku að auka kolabrennslu til þess að sjá Þjóðverjum áfram fyrir rafmagni. Robert Habeck efnahagsmálaráðherra sagði þetta erfiða ákvörðun en nauðsynlega.

Þórgnýr Einar Albertsson