Í morgun hætti íslenska flugfélagið Icelandair við flugferð til borgarinnar Brussel í Belgíu. Það var gert af því að starfsfólk á flugvellinum í Brussel er í verk-falli. Verk-fall er þegar starfsfólk ákveður saman að hætta að vinna af því að það er ekki ánægt í vinnunni.