Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Icelandair hætti við flugferð til Brussel

20.06.2022 - 16:06
epa03590564 A view at Brussels Airport in Zaventem near Brussels, Belgium, 19 February 2013. A group of thieves made off with diamonds worth tens of millions of dollars as they were being loaded onto a plane at the Brussels airport, Belgian media reported
Flugvélar á Zaventem-flugvelli í Brussel. Mynd: EPA
Í morgun hætti íslenska flugfélagið Icelandair við flugferð til borgarinnar Brussel í Belgíu. Það var gert af því að starfsfólk á flugvellinum í Brussel er í verk-falli. Verk-fall er þegar starfsfólk ákveður saman að hætta að vinna af því að það er ekki ánægt í vinnunni.

Of mikið að gera á flugvellinum

Starfsfólk á flugvellinum í Brussel er óánægt með að það sé of mikið álag á því. Álag er þegar er lengi of mikið að gera. Það gengur ekki vel að fá fólk til að vinna á flugvellinum í Brussel. Þess vegna er of mikið að gera fyrir fólkið sem vinnur á flugvellinum.

Engar flugferðir frá Brussel

Stjórnendur á flugvellinum í Brussel biðja fólk sem ætlaði í flug að koma ekki á flugvöllinn. Þeir segja að það sé ekki öruggt að koma þangað út af verk-fallinu. Þeir segja að fólk muni bara þurfa að bíða. Engar flugferðir verða frá flugvellinum í Brussel í dag út af verk-fallinu.

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur