Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Hefja þarf umsóknarferli dómara við MDE að nýju

20.06.2022 - 18:06
epa06677073 An exterior view of the the European Court of Human Rights in Strasbourg, France, 18 April 2018 .  EPA-EFE/PATRICK SEEGER
 Mynd: EPA
Hefja þarf umsóknarferli íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður á Evrópuráðsþinginu.

Ísland skipar einn af dómurum Mannréttindadómstólsins í Strassborg og bárust þrjár umsóknir um embættið. Umsóknarfrestur rann út þann 15. janúar. Umsækjendur voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. 

Þórhildur gat ekki svarað því hvaða umsækjendur hefðu dregið umsókn sína til baka en að hennar sögn gerðu þeir það eftir að hafa verið teknir í viðtal í undirnefnd þingsins í Strassborg. 

Kjósa átti nýjan íslenskan dómara við dómstólinn þingi Evr­ópuráðsins í þessari viku en vegna þessa verður að hefja umsóknarferlið að nýju. Ekki verður hægt að skipa í embættið fyrr en í fyrsta lagi í október á þessu ári. 

Mynd með færslu
 Mynd: TRT
Róbert Spanó,fulltrúi Íslands í MDE.

Nú­ver­andi dómari Íslands við dómstólinn er Ró­bert Ragn­ar Spanó, hann er einnig forseti MDE . Róbert var skipaður í embættið 1. nóv­em­ber 2013 en kjörtímabil hans rennur út þann 31. október. Lög­um sam­kvæmt gat Ró­bert ekki sóst eft­ir end­ur­kjöri.