Skráð atvinnuleysi mældist 3,9% í maí og dregst og saman um 0,6 prósentustig milli mánaða. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi dragist áfram saman í júní og verði á bilinu 3,5-3,8%.
Atvinnuleysi dróst saman í öllum landshlutum en þó mest á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum eða 6,6% en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2%.
Atvinnuleysi náði hámarki í janúar í fyrra þegar það mældist 11,6% en því til viðbótar voru 1,2% í skertu starfshlutfalli á hlutabótaleið stjórnvalda, tímabundnu úrræði sem komið var á í kórónuveirufaraldrinum. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuleysi nær samfellt.