Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

„Þetta var eins og steypa, hún var alveg pikkföst“

19.06.2022 - 12:28
Innlent · Náttúra · Föst · kindur · Kjalvegur · kviksyndi
Mynd með færslu
 Mynd: Atli Bergmann - Aðsend mynd
„Þau hefðu drepist þarna öll“, segir Atli Bergmann veiðimaður um tvílembda ær sem hann og félagar hans komu til bjargar á Kjalvegi á föstudag.

Kindin sat föst í kviksyndi, í því sem Atli lýsir sem „leirdrullu og jökulleðju“. „Þetta var eins og steypa, hún var alveg pikkföst“, segir Atli. 

Atli og félagar náðu í vöðlur í bílinn og gátu vaðið til hennar. „Við grófum með höndunum, ég braut neglur og allt. Þetta var alvöru.“

Kindin var uppgefin eftir björgunaraðgerðina og þurfti Atli að nudda lappirnar á henni til að fá blóðið aftur í þær. Hann náði því næst í þriggja korna súrdeigsbrauð sem hann var með í bílnum og gaf kindinni. „Ég gaf henni bara tvær sneiðar, annars hefði hún fengið í magann“, segir Atli. 
 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV