Fyrsta úrslitasund dagsins var 400m skriðsund karla og þar voru á meðal keppenda þeir sundmenn sem eiga hröðustu tíma í þessari grein síðustu tvö ár. Eftir harða baráttu við Lukas Martens, frá þýskalandi, varð sigurvegari Elijah Winnington frá Ástralíu á tímanum 3:41.22 sem er sá fimmti hraðasti frá upphafi. Er þetta einnig í fyrsta sinn síðan 2005 sem Ástralir vinna þessa grein en þeir voru alsráðandi á árunum 1994-2005.
Katie Ledecky frá Bandaríkjunum endurheimti heimsmeistaratitil sinn frá því fyrir þremur árum er hún syndi næsta örugglega til sigurs á nýju mótsmeti, 3:58.15. Önnur í þessu sundi varð Summer McIntosh frá Kanada en hún er fimmtán ára á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Ný stjórstjarna
Í 400m fjórsundi karla kom næsta stórstjarna Frakka og sigraði á nýju mótsmeti, 4:04.28, frönsku meti og tók einnig evrópumetið af ungverska silfurrefinum Lazlo Chech. Bætti hann þar með sinn besta tíma um fimm sekúndur frá því í undanúrslitunum í morgun. Þessi tími er annar hraðasti tími sögunnar í 400m fjórsundi, aðeins heimsmet Michael Phelps, 4:03.84, er hraðara.
Eins og við var búist
Úrslitin í 4x100m skriðsundi karla voru alveg samkvæmt bókinni en sveit Bandaríkjana hefur verið ósigrandi undanfarin ár í þessari grein á stórmótum. Á eftir þeim varð sveit Ástrala og í þriðja sæti varð sveit Ítala.
Í kvennaflokki í 4x100m skriðsundinu urðu sigurvegarar einnig samkvæmt bókinni en sveit Ástrala hefur unnið síðustu þrjú HM í þessari grein líkt og sú bandaríska karlamegin. Líkt og á síðustu Ólympíuleikum þá var mikil barátta um silfrið á milli sveit Kanada og sveitar Bandaríkjana og líkt og á Ólympíuleikunum þá vann sveit Kanada. Kanda hefur aldrei náð þessum árangri í 4x100m skriðsundi á heimsmeistaramóti áður.
RÚV sýnir beint frá heimsmeistaramótinu í sundi.