Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tvö mótsmet og eitt evrópumet á 1. degi HM í sundi

epa10020744 Katie Ledecky of the USA celebrates after winning the women's 400m Freestyle final during the Swimming events of the 19th FINA World Aquatics Championships ay Duna Arena in Budapest, Hungary, 18 June 2022.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Tvö mótsmet og eitt evrópumet á 1. degi HM í sundi

18.06.2022 - 19:01
Heimsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í dag í Búdapest í Ungverjalandi.  Að venju er allt heimsins besta sundfólk við keppni. Í dag var keppt í fimm úrslitasundum, þremur í einstaklingsgreinum og tveimur úrslitum í boðsundsgreinum. 

Fyrsta úrslitasund dagsins var 400m skriðsund karla og þar voru á meðal keppenda þeir sundmenn sem eiga hröðustu tíma í þessari grein síðustu tvö ár.  Eftir harða baráttu við Lukas Martens, frá þýskalandi, varð sigurvegari Elijah Winnington frá Ástralíu á tímanum 3:41.22 sem er sá fimmti hraðasti frá upphafi.  Er þetta einnig í fyrsta sinn síðan 2005 sem Ástralir vinna þessa grein en þeir voru alsráðandi á árunum 1994-2005.

Katie Ledecky frá Bandaríkjunum endurheimti heimsmeistaratitil sinn frá því fyrir þremur árum er hún syndi næsta örugglega til sigurs á nýju mótsmeti, 3:58.15.  Önnur í þessu sundi varð Summer McIntosh frá Kanada en hún er fimmtán ára á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Ný stjórstjarna

Í 400m fjórsundi karla kom næsta stórstjarna Frakka og sigraði á nýju mótsmeti, 4:04.28, frönsku meti og tók einnig evrópumetið af ungverska silfurrefinum Lazlo Chech. Bætti hann þar með sinn besta tíma um fimm sekúndur frá því í undanúrslitunum í morgun. Þessi tími er annar hraðasti tími sögunnar í 400m fjórsundi, aðeins heimsmet Michael Phelps, 4:03.84, er hraðara.

Eins og við var búist

Úrslitin í 4x100m skriðsundi karla voru alveg samkvæmt bókinni en sveit Bandaríkjana hefur verið ósigrandi undanfarin ár í þessari grein á stórmótum.  Á eftir þeim varð sveit Ástrala og í þriðja sæti varð sveit Ítala.

Í kvennaflokki í 4x100m skriðsundinu urðu sigurvegarar einnig samkvæmt bókinni en sveit Ástrala hefur unnið síðustu þrjú HM í þessari grein líkt og sú bandaríska karlamegin.  Líkt og á síðustu Ólympíuleikum þá var mikil barátta um silfrið á milli sveit Kanada og sveitar Bandaríkjana og líkt og á Ólympíuleikunum þá vann sveit Kanada.  Kanda hefur aldrei náð þessum árangri í 4x100m skriðsundi á heimsmeistaramóti áður.

RÚV sýnir beint frá heimsmeistaramótinu í sundi.