Evrópski seðlabankinn tilkynnti í síðustu viku um 0,25 prósentustiga vaxtahækkun. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en eru samt stór tíðindi þar sem bankinn hefur ekki hækkað vexti í ellefu ár. Forstjóri bankans segir aðra eins hækkun framundan í júlí.
Í gær hækkaði seðlabanki Bandaríkjanna vexti um 0,75 prósentustig. Þetta er mesta vaxtahækkun bankans í einu skrefi í tæp þrjátíu ár. Vextirnir verða 1,5% til 1,75%. Í Bandaríkjunum er nú mesta verðbólga sem mælst hefur í 40 ár, eða 8,6% á ársgrundvelli.
Í dag hækkaði Englandsbanki einnig stýrivexti um 0,25 prósentustig, upp í 1,25%. Svo háir hafa vextirnir ekki verið í þrettán ár. Þetta er fimmta vaxtahækkunin í röð í Bretlandi.
Horfa má á umfjöllun í kvöldfréttum í spilaranum hér að ofan.