Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Takmarkanir aftur komnar á vegna covid

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri hefur tilkynnt að aftur verði teknar upp takmarkanir á heimsóknartíma, þar sem hver sjúklingur má fá einungis einn gest til sín að hámarki í eina klukkustund og skuli þeir bera grímu.

Ástæðan er sú fjölgun covid-smita og alvarlegra veikinda sem hafa komið upp á landinu síðustu daga. Um 200 smit greinast daglega en þrjátíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala og tveir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.