Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lokað fyrir heimsóknir á Nausti á Þórshöfn

16.06.2022 - 12:44
Mynd með færslu
 Mynd: Karen Rut Konráðsdóttir - RÚV
Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og er það gert í ljósi aukinna covid-smita í samfélaginu þar.

„Sem fyrr vonum við að það náist að vernda íbúa okkar fyrir smitum,“ segir á Facebooksíðu Nausts og að lokunin gildi að minnsta kosti fram yfir helgi.

Á öðrum dvalar- og hjúkrunarheimilum og stærri heilbrigðisstofnunum, sem haft var samband við í morgun, hefur ekki verið gripið til takmarkana á heimsóknum.

Alls staðar er starfsfólk þó í viðbragðsstöðu og í reglulegu sambandi við viðeigandi heilbrigðisyfirvöld.