Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Vél Niceair fyllir í skarðið hjá Play

14.06.2022 - 13:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Flugvél merkt Niceair á Akureyri leysti af flugvél Play í flugi til Gautaborgar í gærkvöldi. Vélin fyllir aftur í skarðið hjá Play í dag. 

Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þegar flugmenn fengu viðvörun um vandamál með eldsneyti í flugvél Play á leið frá Malaga. Vegna atviksins má vél Play ekki fljúga í nokkra daga, en samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu verður hún tekin til notkunar á morgun. 

Niceair lenti nýlega í vandræðum með flug félagsins milli Akureyrar og London, en vegna þeirra aflýsti Niceair öllu fyrirhuguðu flugi til Bretlands í júní.

Vél Niceair mun fara annað flug fyrir Play í dag.