Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

10.000 flóttafólks farið sjóleiðina til Bretlands í ár

08.06.2022 - 05:32
epa09358012 A boat from Britain's Border Force (BF) transports a group of people thought to be migrants, including children, who were found in the English Channel off the coast of Dover, in Dover, Kent, Britain, 22 July 2021. Britain and France are continuing ongoing talks in a bid to resolve the migrant crisis in the English Channel as migrants continue to arrive along the coast of the UK in their quest for asylum.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
Breska strandgæslan flytur hóp flóttafólks, þar á meðal nokkur börn, til lands í Dover, eftir að bátur fólksins fannst á reki nærri ströndinni Mynd: epa
Minnst 10.000 flóttafólks og hælisleitenda hafa farið sjóleiðina til Bretlands frá Frakklandi það sem af er ári. Breska fréttastofan Press Association (PA) greinir frá þessu. Í frétt PA segir að þessum fjölda hafi verið náð í gær, þriðjudag, en að það verði að líkindum ekki staðfest opinberlega fyrr en í dag. Enn fleiri eru sögð hafa verið stöðvuð áður en þau lögðu á Ermarsundið eða áður en þau komust yfir það.

Yfir 28.000 manns fóru þessa sömu leið í fyrra og minnst 44 drukknuðu í slíkri háskaför það ár.

Umdeilt samkomulag við Rúanda

Bretar undirrituðu nýverið umdeilt samkomulag við stjórnvöld í Afríkuríkinu Rúanda um móttöku flótta- og förufólks sem kemur til Bretlands eftir ólöglegum leiðum. Verður fólkið sent í flóttamannabúðir í Rúanda, þar sem það mun dvelja á meðan bresk yfirvöld fara yfir hælisumsóknir þess. Teljist það eiga rétt á hæli, verður það veitt í Rúanda, en ekki Bretlandi. Dönsk yfirvöld hafa unnið að sambærilegum samningum við yfirvöld í Rúanda.