Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga handtekinn

07.06.2022 - 04:20
epa09700986 Police guard the entrance of the Xcaret hotel in the resort of Cancun, state of Quintana Roo, Mexico, 21 January 2022. One person is dead and two injured, all of Canadian origin, during a shooting that occurred inside a hotel located in the Mexican resort of Playa del Carmen, official sources reported.  EPA-EFE/Alonso Cupul
 Mynd: EPA - RúV
Mexíkóska lögreglan handtók í dag hollenskan ríkisborgara, sem er grunaður um að vera leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir ríkissaksóknara í Mexíkóborg.

Glæpasamtökin starfað frá 1982

Maðurinn, sem hefur fengið viðurnefnið Nelson N, er bendlaður við hring barnaníðinga sem er talinn hafa verið stofnaður árið 1982.

Nelson N hafði lengi verið undir eftirliti yfirvalda, í samvinnu við samtökin Operation Underground Railroad, sem berjast gegn misnotkun barna víða um heim. Hópurinn hafði heimildir fyrir að Nelson N væri í Mexíkó til þess að stunda mansal og útvíkka glæpastarfsemi hringsins.

Handtekinn með mikið af barnaklámi

Hann var handtekinn á lestarstöð í Mexíkó og komst lögreglan yfir gífurlegt magn af barnaklámi og upplýsingum um barnaníðshringinn, sem maðurinn hafði meðferðis. 

Ríkissaksóknari í Mexíkó vinnur að rannsókn málsins, en til stendur að reyna að uppræta alla glæpastarfsemi hringsins og handtaka aðra sem að henni hafa komið.