Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Telur að nýr sáttmáli sé „Píratalegur“

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson/Kristin / RÚV
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist sátt með lendinguna í meirihlutaviðræðum Pírata, Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Píratar stýra fagráðum sem endurspegla kjarnaáherslur flokksins, og fara meðal annars fyrir umhverfis-, skipulags-, og samgöngumálum. Það séu málaflokkar sem séu alltaf í brennidepli í Reykjavík. 

Píratar fara einnig fyrir nýju stafrænu ráði þar sem gagnsæismálum, lýðræðismálum og stafrænni þjónustu verður gert hátt undir höfði. 

„Við leggjum ríka áherslu á að vera á gólfinu þar sem við getum brett upp ermar og breytt í þágu íbúa,“ segir Dóra Björt. 

Hún segir að nýr málefnasáttmáli sé mjög Píratalegur. „Við vorum eini flokkurinn í þáverandi meirihlutasamstarfi sem bættum við okkur, og lögðum ríka áherslu á að það myndi endurspegla sig í málefnaáherlsum og verkefnum.“ Áherslur þeirra hafi fengið mikinn hljómgrunn í meirihlutaviðræðunum.

Hér má lesa samstarfssáttmála nýs meirihluta.