Skin og skúrir hjá Norðmönnum

epa09997869 Players of Vipers Kristiansand celebrate winning the EHF Women's Champions League final handball match between Gyori Audi ETO KC and Vipers Kristiansand at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 05 June 2022.  EPA-EFE/Zsolt Szigetvary HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Skin og skúrir hjá Norðmönnum

06.06.2022 - 09:27
Norðmenn gátu bæði fagnað vel með sínu besta íþróttafólki í gær, en líka sopið hveljur. Það má sannarlega segja að norskt íþróttafólk hafi bæði gert það gott í gær á meðan ótíðindi bárust af öðru.

Norska félagsliðið Vipers frá Kristiansand vann í gær kvennakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta annað árið í röð. Vipers vann hið geysi sterka Györi frá Ungverjalandi í úrslitaleiknum í gær, 33-31. Það eru þó ekki aðeins norskir leikmenn á borð við stjörnuna Noru Mørk sem leika með Vipers. Tékkneska landsliðskonan Marketa Jerabková var markahæst hjá Vipers með sjö mörk og samlanda hennar Jana Knedilkova var einnig öflug. Þá er hinn öflugi Svíi Isabelle Gulldén líka hjá Vipers ásamt þekktum norskum leikmönnum á borð við Katrine Lunde, Mörtu Tomac og Silje Waade.

Norsku landsliðskonurnar Stine Bredal Oftedal, Silje Solberg og Veronica Kristiansen fögnuðu hins vegar ekki, enda leikmenn Györi sem tapaði úrslitaleiknum fyrir Vipers.

Sagosen lengi frá

Verri tíðindi eru hins vegar af Sander Sagosen helstu stjörnu norska karlahandboltans. Sagosen virðist hafa brotið ökklann á sér illa snemma í leik Kiel á móti Hamburg í þýsku deildinni í gær.

Fyrstu fréttir af meiðslum Sagosen eru á þá leið að hann verði frá keppni í 6-8 mánuði. Þar með er hæpið að hann verði með norska landsliðinu á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar, enda sex mánuðir núna þar til mótið hefst.

Warholm meiddist líka

Annar þekktur og vinsæll íþróttakappi í Noregi er hlauparinn Karsten Warholm.  Þau óvæntu tíðindi urðu á Demantamótinu í frjálsíþróttum í Rabat, höfuðborg Marokkó í gær, að Karsten Warholm sigraði ekki í 400 metra grindahlaupinu. Það kom reyndar ekki til af góðu.

epa08654937 Karsten Warholm of Norway in action during the men's 400m Hurdles race at the 2020 Golden Spike Ostrava athletics meeting as part of the World Athletics Continental Tour in Ostrava, Czech Republic, 08 September 2020.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA
Karsten Warholm í keppni.

Warholm setti heimsmet í 400 metra grindahlaupi þegar hann varð Ólympíumeistari í Tókýó síðasta sumar. Hann er jafnframt heimsmeistari, en tognaði aftan í læri á Demantamótinu í gærkvöld strax á fyrstu grind. Bandaríkjamaðurinn Khalifa Rosser vann því hlaupið á tímanum 48,25 sekúndum. Ekki er ljóst hve lengi Warholm verður frá. Aðeins sex vikur eru þar til hann ver heimsmeistaratitil sinn þegar HM í frjálsíþróttum verður í Eugene í Bandaríkjunum. Hann ætti þó að verða klár í slaginn þar.

Ruud tapaði fyrir Nadal í úrslitum

Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem Norðmenn eiga tennisfólk í úrslitum stórmóta. Casper Ruud, 23 ára Oslóarbúi komst hins vegar alla leið í úrslit einliðaleiksins á Opna franska risamótinu í París. Þar tapaði Ruud svo fyrir konungi leirsins, Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum í gær.

epa09997682 Winner Rafael Nadal of Spain (L) and runner-up Casper Ruud of Norway pose with their trophies after their Men’s Singles final match during the French Open tennis tournament at Roland ​Garros in Paris, France, 05 June 2022.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nadal og Ruud eftir úrslitaleikinn í gær.

Þetta var fyrsti úrslitaleikurinn sem Ruud kemst í á stórmóti. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana, því faðir hans, Christian Ruud var einnig atvinnumaður í tennis á sínum tíma. Casper Ruud er sem stendur í 6. sæti heimslistans og gæti farið ofar á listanum eftir Opna franska.

Håland enn á skotskónum

Norski markahrókurinn Erling Braut Håland var svo sannarlega á skotskónum í gærkvöld þegar Noregur sótti Svíþjóð heim í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í fótbolta. Håland skoraði nefnilega bæði mörk Norðmanna í 2-1 sigri.

epa09998080 Norway's Erling Haaland (R) celebrates scoring his team's second goal during the UEFA Nations League soccer match between Sweden and Norway at Friends Arena in Stockholm, Sweden, 05 June 2022.  EPA-EFE/Christine Olsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Håland fagnar marki í Solna í gærkvöld.

Fyrra markið skoraði Håland úr vítaspyrnu eftir um 20 mínútna leik. Það síðari eftir undirbúnings Alexanders Sorlöth á 69. mínútu. Anthony Elanga leikmaður Manchester United lagaði stöðu Svía hins vegar þegar hann minnkaði muninn í 2-1 seint í leiknum. Noregur vann hins vegar 2-1.

Norðmenn hafa fullt hús stiga í riðli sínum í B-deild Þjóðadeildarinnar.