Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Segir þingið verða að grípa til aðgerða gegn skotárásum

epa09992477 US Vice President Kamala Harris speaks Secretary of Education Miguel Angel Cardona to announce the plan to cancel all remaining federal student loans for borrowers who attended Corinthian Colleges at the Department of Education in Washington, DC, USA, on 02 June 2022.  EPA-EFE/Yuri Gripas / POOL
 Mynd: EPA-EFE - ABACA POOL
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir að þingið verði að grípa til aðgerða gegn byssuofbeldi í landinu. Fjögur voru skotin til bana á sjúkrahúsi í Oklahoma í gær og dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins ræðir í kvöld frumvarp um breytingar á byssulöggjöf landsins.

Karlmaður vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu skaut þrjá starfsmenn og einn sjúkling til bana á sjúkrahúsi í borginni Tulsa í Oklahama í gær. Bandaríska lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi ætlað að ráðast á lækni sem gerði á honum bakaðgerð fyrr á árinu. Í maí voru 19 skólabörn og tveir kennarar myrtir í skóla í Texas og 10 voru skotin til bana í matvöruverslun í Buffalo.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir að þingið verði að grípa til aðgerða. Við sem ríkisstjórn getum ekki gert þetta eina. Ekki fleiri afsakanir. Bænir og fallegar hugsanir eru mikilvægar, en ekki nóg þingið þarf að bregðast við,“ segir Harris.  Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur ávarp síðar í kvöld um mikilvægi þess að herða byssulöggjöfina og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ræðir frumvarp um breytingar, meðal annars að hækka byssukaupaaldur úr 18 árum í 21 ár.