Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rannsaka drukknun 27 flóttamanna á Ermarsundi

02.06.2022 - 04:47
Erlent · Bretland · Drukknun · Ermasund · Flóttamenn · Frakkland · Sjóslys · Slys
epa05080302 A general view of the camp the day before Christmas in the camp called 'The Jungle' in the port of Calais, France, 24 December 2015. Part of Calais migrant camp are Christians and celebrate Christmas. Currently the camp in Calais is housing around 1500 migrants who are looking to cross the English Channel to Britain. Among the migrants of the 'Jungle' are refugees and asylum seekers from Afghanistan, Darfur, Syria, Iraq and Eritrea.  EPA/STEPHANIE LECOCQ
Flóttamannabúðir í Calais í Frakklandi. Mynd: AP - RÚV
Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að rannsaka drukknun 27 flóttamanna, sem reyndu að sigla yfir Ermarsund í nóvember á síðasta ári. Ákvörðunina tók Grant Shapps, samgöngumálaráðherra í Bretlandi, í samráði við átta aðstandendur fórnarlambanna.

Mannskæðasta slysið á Ermarsundi

Þegar bátur flóttamannanna sökk drukknuðu 17 karlmenn, 7 konur og þrjú börn. Ein kvennanna var þunguð. Slysið er talið vera það mannskæðasta sem orðið hefur á Ermarsundi frá því skráning slysa þar hófst árið 2014.

Segja Breta og Frakka hafa hundsað neyðarköll

Tveir farþegar lifðu slysið af, en þeir segja neyðarköll hafa verið send frá bátnum bæði til breskra og franskra yfirvalda. Þau eiga samkvæmt eftirlifendunum að hafa vísað hvort á annað og sagt bátinn utan sinnar lögsögu.

Bresk yfirvöld höfðu þegar ákveðið að ráðast í rannsókn á tildrögum slyssins, en nú verða björgunaraðgerðir eftir slysið einnig til rannsóknar. Fjölskyldur hinna látnu hafa gagnrýnt viðbrögð breskra yfirvalda harðlega og segjast hafa sannanir um að báturinn hafi verið innan breskrar lögsögu þegar hann sökk.