
Fjármunum sveitarfélags varið í áfengi og gjafabréf
Danska ríkisútvarpið greinir þessu frá á vef sínum. Fleira er talið til en fólk hefur fengið greiðslur og hlunnindi sem hvergi hafa verið talin til tekna. Því hefur hvorki verið greiddur lögbundinn skattur né gjöld til stéttarfélaga af þeim fjárhæðum.
DR byggir þetta á minnisblaði frá innri endurskoðun sveitarfélagsins en starfsfólkið og stjórnendur skólanna hafa þar með þverbrotið allar reglur og lög um meðferð opinberra fjármuna.
Carsten Rasmussen, bæjarstjóri kveðst vera í miklu uppnámi vegna málsins en stjórnendur þeirra stofnana sem umræðir hafa verið kallaðir á teppið vegna þess.
Athæfið er sagt hafa staðið jafn lengi og raun ber vitni vegna skorts á eftirliti. Rasmussen segir að hingað til hafi eftirlitið byggst á handahófskenndum stikkprufum og niðurstöður þeira ekki gefið tilefni til grunsemda.