Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fellaskóli fagnar fimmtugsafmæli

28.05.2022 - 14:13
Mynd: RÚV / RÚV
Grunnskólinn Fellaskóli í Breiðholti fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Í tilefni stórafmælisins buðu nemendur, starfsfólk og foreldrar gestum og gangandi á afmælis- og vorhátíð Fellaskóla í dag.

Fellaskóli er til húsa í Norðurfelli 17 til 19, í hjarta Efra-Breiðholts. Nemendur skólans, sem eru í fyrsta til tíunda bekk, eru alls um 350 talsins.

Afmælishátíðin hófst á skrúðgöngu um skólahverfið. Að henni lokinni gafst gestum hátíðarinnar kostur á að fylgjast með skemmtidagskrá á sviði, eða að ganga um ganga skólans og gæða sér um leið á afmælisköku. Auk þess sá trúður, hoppukastali, veltibíll, útileikföng, andlitsmálarar og spákonur um að hafa ofan af fyrir hátíðargestum. 

Kristinn Þeyr Magnússon, tökumaður RÚV, var á svæðinu og fangaði stemninguna.