Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Dauðarefsing afnumin úr lögum Mið-Afríkulýðveldisins

Mynd með færslu
 Mynd:
Þing Mið-Afríkulýðveldisins ákvað í dag að afnema dauðarefsingu úr lögum landsins. Forseti þingsins greindi frá þessu í dag en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu frá árinu 2013.

Fjörutíu ár eru liðin frá því nokkur var tekinn af lífi í Mið-Afríkulýðveldinu. Simplice Mathieu Sarandji, forseti þingsins segir frumvarp um afnám dauðarefsingar hafa verið samþykkt einróma.

Faustin Archange Touadera, forseti landsins þarf nú að staðfesta lögin. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu tíðindunum og hvöttu forsetann til að staðfesta niðurstöðuna.

Bruno Gbiegba, lögfræðingur sem fer fyrir samtökum sem barist hafa fyrir afnámi dauðarefsingar í landinu sagðist afar ánægður, en að nú þurfi að gera almenningi grein fyrir breytingunum.

Tsjad og Sierra Leone afnámu dauðarefsingu fyrir tveimur árum. Stjórnarherinn í Mið-Afríkuríkinu hefur stökkt uppreisnarmönnum á brott frá flestum svæðum sem þeir réðu án þess að hafa náð yfirráðum yfir öllu landinu.